Um Snjallgeymslur



Ég heiti Tryggvi og er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Snjallgeymslna. 
Hugmyndin um að stofna geymsluleigu blundaði lengi í okkur áður en rétta tækifærið bauðst. Þó að í grunninn geti þetta litið út sem einföld starfsemi þá töldum við að hægt væri að bæta við nokkrum snjöllum lausnum til að gera ferlið við val og  bókun á geymslum auðveldara fyrir viðskiptavini okkar.
Einnig einblíndum við á lyklalaust aðgengi og öryggiskerfi í hverri geymslu. Út úr þessum hugmyndum fæddist nafnið Snjallgeymslur. 

Markmið okkar er að bjóða hagkvæmar, aðgengilegar og snjallar geymslulausnir fyrir okkar viðskiptavini með gagnsæi að leiðarljósi.


Gagnsæi

Okkur þótti mikilvægt að viðskiptavinir gætu séð nákvæmlega hver stærð geymslurnar er áður en þeir bóka. Þá erum við ekki bara að tala um fermtera og rúmetra sem eru mjög góðar mælieiningar en einnig getur skipt máli fyrir marga viðskiptavini hversu langar og breiðar geymslurnar eru og hver lofthæðin er. Þess vegna birtum við allar þessar upplýsingar áður en þú gengur frá leigusamning og borgar þannig að ekkert komi á óvart þegar þú flytur inn.
Okkur finnst mikilvægt að viðskiptavinir séu vel upplýstir um alla þætti því sérð þú verðið á hverri einustu lausu geymslu á heimasíðunni. Við verðleggjum geymslur eftir nákvæmri stærð og lengd samningstíma.

Fljótlegt og á þínum tíma

Tími er dýrmætur, og við viljum spara þér hann. Að okkar mati á að vera hægt að bóka geymslu hvenær sem þér hentar hvort sem það er kvöld eða helgi og óþarft að gera sér aukaferð til að skrifa undir pappíra eða skoða. Þess vegna höfum við allt ferlið rafrænt og birtum nákvæmar stærðir á hverri geymslu fyrir sig. Skráningarferlið hjá okkur tekur líka aðeins örfár mínútur og að því loknu ertu komin(n) með geymsluna þína frátekna og aðgangskóðann í hendurnar. Þetta er allt gert til að gera ferlið  þægilegt, streitulaust og á þínum tíma.

Snjallt aðgengi

Við vitum að lífið er óútreiknanlegt, og stundum þarftu að komast í hlutina þína á óhefðbundnum tímum. Á sama tíma þá vildum við hafa jafnvægi milli aðgengis og öryggis því fæst fólk er að ná í hluti eða flytja mjög seint á kvöldin eða nóttunni. Þess vegna vildum við að Snjallgeymslur væru með rúman opnunartíma, alla daga vikunnar. Hvort sem þú ert að koma við í miðri vinnuviku, um helgi eða á hátíðisdögum. þá er opið milli 06:00 og 23:00  til að tryggja gott aðgengi á sama tíma og eignir þínar séu betur varðar öllum til hagsbóta. 
Engar áhyggjur af því að týna eða muna eftir lykli, með lyklalausu aðgengi er öllu stjórnað með snjallásum sem opnast með PIN kóða eða snjallsíma. Þetta þýðir að þú ert alltaf með aðgang að þinni geymslu.

Inniaðstaða

Íslenskt veður getur verið krefjandi, en það ætti ekki að hafa áhrif á þig þegar þú ert að flytja. Allar geymslur okkar eru innandyra, í nýju, upphituðu húsnæði með stórri innkeyrsluhurð og rúmgóðri inniaðstöðu til að ferma / afferma bílinn. Hvort sem það er rigning eða snjór, þá ert þú og þínir hlutir alltaf þurrir og í góðum höndum.

Öryggi

Við setjum öryggi í forgang. Með fullkomnum myndavélum og vöktun í alrými, þá er einnig öryggiskerfi í hverri geymslu þannig getur þú verið róleg(ur) vitandi að hlutirnir þínir eru vel vaktaðir.

Sveigjanleiki

Við skiljum að þarfir fólks eru mjög mismunandi hvort sem þú þarft stórt rými í mánuð eða minna pláss til lengri tíma, þá erum við hér til að mæta þínum þörfum. 
Við bjóðum upp á sveigjanleika í binditíma og stærðum. Ef geymslan þín er of lítil eða stór getur þú auðveldlega breytt um stærð. Þú getur leigt frá einungis einum mánuði í senn en fyrir þá viðskiptavini sem vilja skuldbinda sig í lengri tíma bjóðum við lægri verð. Hvort sem þú ert að geyma árstíðabundinn búnað, hluti sem þú notar sjaldan, vilt skipuleggja heimilið betur eða ert í forsvari fyrir fyrirtæki sem þarf losa um dýrmætt vinnurými og auka skilvirkni í daglegum rekstri þá viljum við hjálpa þér við að ná þínu markmiði.
Við viljum halda áfram að aðlaga okkur þínum þörfum og hjálpa þér að skapa aukavirði. Þess vegna kunnum við að meta ábendingar um hvernig við getum hjálpa þér, hvað við gerum vel sem og hvað við getum bætt.
Leit