Bóka geymslu

Ferlið er mun einfaldara en þú heldur

Veldu geymslu

Veldu geymslu sem hentar þér hér neðar, annað hvort á gangvirka kortinu eða listanum yfir lausar geymslur.

Á kortinu er lausar geymslur merktar grænar með því að ýta á lausa geymslu færð þú nánari upplýsingar um stærð, verð og fleirra geymslur merkta gular eru ekki lausar en munu losna fljótlegaEinnig er hægt að sjá lista yfir lausar geymslur og verð

Fylltu út umsókn

Bókaðu þína geymslu í gegnum heimasíðuna á örfáum mínútum. Heimasíðan mun leiða þig í gegnum allt ferlið.

Til að fá aðgang að geymslunni strax þarf að greiða með kreditkorti en við bjóðum einnig uppá að senda greiðluseðil í heimabanka.

Fáðu aðgang

Um leið og greiðsla berst fær þú sendan aðgangskóða sem veitir þér aðgang að húsnæðinu og þinni geymslueiningu.

Á sama tíma fær þú einnig afrit af leigusamningnum og reikning.

Flyttu inn

Þá er ekkert eftir nema að flytja inn. 

Við erum á Einhellu 4 í Hafnarfirði þar sem þú getur affermt og fermt bílinn innandyra í skjóli frá rigningu og roki. 

Ef þig vantar stærri bíl til að flytja eða jafnvel aðstoð við að flytja þá höfum við tekið saman lista yfir aðila sem geta aðstoðað þig við það.
Leit